Amtsbókasafn - kynning á starfsemi

Málsnúmer 2023040709

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 38. fundur - 03.05.2023

Hólmkell amtsbókavörður og Hrönn ungmennabókavörður kynntu starfsemi bókasafnins og áttu samráð við ungmennaráðið um hvernig safnið geti sem best komið til móts við þarfir barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Ræddu þau meðal annars um lengri opnunartíma, kvöld- og jafnvel næturopnun sem og möguleikana á að halda hvers kyns viðburði í húsnæði safnsins. Umræður voru líflegar og ákveðið var að taka saman nokkra punkta fyrir starfsmenn bókasafnsins til að taka og vinna lengra.
Ungmennaráð þakkar Hólmkeli og Hrönn fyrir frábæra kynningu og innlit á fundinn.

Bæjarráð - 3811. fundur - 01.06.2023

Rætt um þjónustu og svæðisbundið hlutverk Amtsbókasafnsins á Akureyri.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarstjóra að ræða við menningar- og viðskiptaráðuneytið vegna málsins.