Hulduholt 21-31 - breyting á skilmálum deiliskipulags

Málsnúmer 2023031304

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Í deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður eru skilmálar um fallvörn við austurenda lóða nr. 21-31 við Hulduholt og er kvöð um slíkt merkt inn á mæliblöð. Við hönnun húsa á umræddum lóðum hefur komið í ljós að sums staðar getur verið erfitt að koma fyrir fallvörn á lóðamörkum. Því er lagt til að staðsetning fallvarna verði frjáls. Lóðarhafar aðliggjandi lóða þurfa áfram að samþykkja framkvæmdir á lóðarmörkum.
Skipulagsráð samþykkir að skilmálar deiliskipulags verði túlkaðir með þeim hætti að gerð er krafa um fallvörn á austurhluta lóðar en ekki sett skilyrði að hún skuli staðsett á lóðarmörkum.

Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.