Móahverfi - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2023031289

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Lögð fram tillaga Landslags ehf. að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis.

Breytingin er til komin vegna endanlegrar hönnunar hverfisins en í samræmi við þá hönnun er þörf á nokkrum breytingum innan skipulagssvæðisins.

Breyting á deiliskipulagi felst m.a. í að bætt er við hljóðmön, kvöð um gangstéttir, stíga og lagnir, lóðastærðir breytast lítillega, akstursleið strætisvagna er skilgreind ásamt kvöð um kjallara undir einstaka húsum.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.