Norðurorka - eigendastefna 2023

Málsnúmer 2023030902

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3803. fundur - 23.03.2023

Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu mætti til fundar og kynnti verklag við gerð eigendastefnu. Rætt um gerð eigendastefnu fyrir Norðurorku.

Undir þessum fundarlið mætti Inga Dís Sigurðardóttir. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Helgu Hlín Hákonardóttur fyrir kynninguna. Bæjarráð mun halda áfram umræðu um eigendastefnu sveitarfélagsins í apríl.

Bæjarráð - 3822. fundur - 12.10.2023

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 28. september 2023:

Skipun vinnuhóps um gerð eigendastefnu fyrir B-hluta fyrirtæki Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð eigendastefnu og felur bæjarstjóra að útbúa erindisbréf fyrir vinnuhópinn. Eftirtaldir aðilar eru skipaðir í vinnuhópinn; Hlynur Jóhannsson M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra.

Á fundinum er lagt fram erindisbréf fyrir vinnuhópinn.

Hulda Sif Hermansdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.