Skautafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðar fyrir HM U18 í íshokkí á Akureyri í mars 2023

Málsnúmer 2023020486

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 25. fundur - 13.02.2023

Erindi dagsett 12. febrúar 2023 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til að leigja búnað í Skautahöllina vegna heimsmeistaramóts U18 í íshokkí á Akureyri í mars 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Skautafélag Akureyrar að upphæð 250.000 kr. vegna leigu á markaklukku meðan á heimsmeistaramót U18 í íshokkí stendur yfir.