Glæðum Grímsey

Málsnúmer 2022110233

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3793. fundur - 05.01.2023

Umræða um málefni Grímseyjar og næstu skref í ljósi þess að byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey er að ljúka.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Lokafundur verkefnisins Glæðum Grímsey verður haldinn um miðjan febrúar næstkomandi. Akureyrarbær mun senda fulltrúa á fundinn þar sem næstu skref í kjölfar verkefnisins verða kynnt.

Bæjarráð - 3797. fundur - 09.02.2023

Rætt um fyrirhugaðan lokafund verkefnisins Glæðum Grímsey, sem haldinn verður þann 14. febrúar og um sérstakan tengilið Akureyrarbæjar við samfélagið í Grímsey.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að í framhaldi af því að verkefninu Glæðum Grímsey lýkur verði komið á fót sérstökum tengilið fyrir Grímsey innan stjórnsýslunnar. Hlutverkið verði í höndum verkefnisstjóra ferðamála, í atvinnu-, menningar- og markaðsteymi, sem unnið hefur að fjölmörgum verkefnum með Grímseyingum á sínu sviði og svo mun verða áfram. Verkefnisstjórinn mun auk þess verða tengiliður hverfisráðs Grímseyjar við stjórnsýsluna og mun aðstoða það í sinni vinnu. Jafnframt mun tengiliðurinn taka að sér að miðla fyrirspurnum og upplýsingum um ýmis verkefni sem tengjast Akureyrarbæ með beinum hætti. Sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs er falið að vinna verklagsreglur um hlutverk tengiliðsins og móta þær með hliðsjón af þeirri reynslu sem til verður.