Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2022101054

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Starfsfólki Síðuskóla stendur til boða að fara í námsferð í vor. Farið verður frá Akureyri þann 6. júní en þann dag eru skólaslit á skóladagatali skólans. Síðuskóli óskar eftir breytingu á skóladagatalinu og að setja inn einn nemendadag í viðbót. Óskað er eftir því að 20. desember verði kennsludagur og litlu jól verði þann 21. desember. Skólaslit yrðu þá þann 5. júní.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.