Íþróttafélagið Þór - umsókn um kvennajafnréttisstyrk

Málsnúmer 2022101042

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Erindi dagsett 4. október 2022 frá Geir Kr. Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem bandalagið óskar eftir 500.000 kr. viðbótarframlagi til að styrkja meistaraflokk Þórs í kvennakörfubolta samanber viðmið og vinnureglur vegna styrkja til hópíþrótta kvenna.

Áheyrnarfulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Körfuknattleiksdeild Þórs um 500.000 kr. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því að ÍBA endurskoði og geri tillögur að breytingum ef við á á viðmiðum og vinnureglum vegna styrkja til hópíþrótta kvenna og kynni fyrir fræðslu- og lýðheilsuráði áður en styrkir verða afgreiddir árið 2023.