Leikskólar á Akureyri - bréf frá stjórnendum leikskóla

Málsnúmer 2022100921

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Erindi dagsett 24. október 2022 þar sem skólastjórnendur vilja vekja athygli á og fylgja eftir nokkrum mikilvægum málum er varða leikskóla á Akureyri er snúa að fjölda barna og barngilda, betri vinnutíma og sumarfríum starfsfólks.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar skólastjórnendum leikskóla fyrir að vekja athygli á þessum mikilvægu málefnum. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.