Grófin - húsnæðisvandi og fjármögnun

Málsnúmer 2022090642

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1357. fundur - 11.10.2022

Lögð fram beiðni Grófarinnar - geðræktar um styrk vegna starfseminnar.
Umsókn um styrk til velferðarráðs frestað með vísan til auglýsingar sem mun birtast í Dagskránni 12. október þar sem auglýst verður eftir styrkumsóknum.

Velferðarráð - 1360. fundur - 23.11.2022

Grófin - Geðrækt sækir um styrk til velferðarráðs, alls kr. 8.000.000.
Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000.

Bæjarstjórn - 3528. fundur - 02.05.2023

Rætt um málefni Grófarinnar geðræktar.

Málshefjandi er Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og leggur fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn gerir sér grein fyrir þeirri mikilvægu þjónustu sem Grófin geðrækt sinnir í samfélaginu okkar og samþykkir að gerður verði þjónustusamningur við Grófina geðrækt til þriggja ára. Bæjarstjórn vísar gerð þjónustusamnings til velferðarráðs.

Til máls tóku Brynjólfur Ingvarsson, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Tillaga Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur var borin upp til atkvæða.

Fimm greiddu atkvæði með tillögunni, sex greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Meirihlutinn óskar bókað:

Grófin geðrækt er mikilvægur vettvangur fyrir fólk sem glímir við geðraskanir. Starfsfólk velferðarsviðs hefur um nokkurt skeið verið í samtali við forsvarsfólk Grófarinnar um hvort og hvernig sveitarfélagið getur komið að því að styðja við starfsemina. Það samtal er enn í gangi. Meirihlutinn telur eðlilegt að velferðarráð ljúki þeirri vinnu sem hafin er og leggi tillögu um næstu skref fyrir bæjarráð.