Helgamagrastræti 38 - fyrirspurn varðandi bílgeymslu

Málsnúmer 2022050315

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 863. fundur - 12.05.2022

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Hörpu Steingrímsdóttur og Vignis Más Þormóðssonar leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu við hús nr. 38 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Hörpu Steingrímsdóttur og Vignis Más Þormóðssonar leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskýlis við hús nr. 38 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Helgamagrastrætis 40.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.