Aðalstræti 8 - fyrirspurn vegna breytinga

Málsnúmer 2022042231

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Erindi dagsett 11. apríl 2022 þar sem Sölvi Lárusson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 8 við Aðalstræti. Þar sem viðhald er komið á húsið vegna leka er fyrirhugað að byggja sólskála og svalir þar ofan á og breyta glugga á suðurstafni í hurð. Meðfylgjandi er skýringarmynd og samþykki meðeigenda.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir til samræmis við ákvæði gildandi deiliskipulags.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Á fundi skipulagsráðs þann 20. apríl sl. var afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjastofnunar Íslands lægi fyrir til samræmis við ákvæði í gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið.

Nú liggur fyrir umsögn Minjastofnunar um erindið þar sem fram kemur að húsið sé ekki aldursfriðað og því geri stofnunin ekki athugasemd á þessu stigi málsins en óskar eftir að fá málið til umsagnar þegar fullgildir aðaluppdrættir liggja fyrir.
Að mati skipulagsráðs er ekki hægt að taka afstöðu til málsins byggt á fyrirliggjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.