Strætisvagnar Akureyrar - kaup á ferlibíl 2022

Málsnúmer 2022021079

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116. fundur - 11.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á ferliþjónustubílum.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leitað verði eftir verði í tvær bifreiðar sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjafa. Ein bifreið komi inn í rekstur á árinu 2022 og ein á árinu 2023. Kostnaður við kaup á ferlibifreið er áætlaður kr. 18-20 milljónir og samtals er því um að ræða að áætluð fjármagnsþörf næstu tvö árin sé um kr. 40 milljónir.

Vegna mistaka í framlögðum gögnum við afgreiðslu áætlunargerðar Akureyrarbæjar skilaði beiðni um fjármagn til kaupa á ferlibifreiðum sér ekki alla leið. Ráðið óskar eftir viðauka vegna þessa til bæjarráðs þar sem fjármagnið verði sett á framkvæmdaráætlun.

Bæjarráð - 3764. fundur - 24.03.2022

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 11. mars 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á ferliþjónustubílum.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leitað verði eftir verði í tvær bifreiðar sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjafa. Ein bifreið komi inn í rekstur á árinu 2022 og ein á árinu 2023. Kostnaður við kaup á ferlibifreið er áætlaður kr. 18-20 milljónir og samtals er því um að ræða að áætluð fjármagnsþörf næstu tvö árin sé um kr. 40 milljónir.
Vegna mistaka í framlögðum gögnum við afgreiðslu áætlunargerðar Akureyrarbæjar skilaði beiðni um fjármagn til kaupa á ferlibifreiðum sér ekki alla leið. Ráðið óskar eftir viðauka vegna þessa til bæjarráðs þar sem fjármagnið verði sett á framkvæmdaráætlun.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fjármagn sem ætlað var til strætisvagnakaupa á árinu fari til kaupa á tveimur vistvænum ferlibílum.