Sundfélagið Óðinn - erindi vegna þrekæfinga

Málsnúmer 2022020856

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 4. fundur - 21.02.2022

Erindi dagsett 18. febrúar frá Sundfélaginu Óðni varðandi æfingaaðstöðu fyrir þrekæfingar iðkenda.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2022 frá Sundfélaginu Óðni varðandi æfingaaðstöðu fyrir þrekæfingar iðkenda og gert grein fyrir því hvernig málið hefur unnist áfram. Erindið var áður á dagskrá ráðsins þann 21. febrúar 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að rýmið sem um ræðir verði hannað og metið með tilliti til óska Sundfélagsins Óðins og vísar frekari afgreiðslu erindisins til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.