Fræðslu- og lýðheilsuráð

8. fundur 25. apríl 2022 kl. 13:30 - 16:15 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Barnvænt sveitarfélag

Málsnúmer 2021101490Vakta málsnúmer

Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

2.Dagvistunarmál - ósk um viðauka

Málsnúmer 2022031323Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um viðauka vegna dagvistunarmála til seinni umræðu.

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla, Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 9,3 milljónir króna og vísar honum til bæjarráðs.

3.Ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Málsnúmer 2022042643Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var lagt fram minnisblað vegna kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál. Sviðsstjóra var falið að móta tillögu á þeim grunni fyrir næsta fund ráðsins.

Tillagan er eftirfarandi: Sviðsstjóri leggur til að sótt verði um viðauka til bæjarráðs skv. framlögðu minnisblaði.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundaráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar honum til bæjarráðs.

4.Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs 2022

Málsnúmer 2022042436Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt fræðslu- og lýðheilsuráðs skal valnefnd gera tillögu til fræðslu- og lýðheilsuráðs um fjölda tilnefninga ár hvert. Tilnefnt er í tveimur flokkum, annars vegar í flokki nemenda og hins vegar í flokknum skólar/starfsfólk/verkefni. Alls bárust 18 tilnefningar vegna nemenda og 30 tilnefningar bárust vegna skólar/starfsfólk/verkefni.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Tillaga valnefndar er að veittar verði eftirfarandi viðurkenningar:

Í flokki nemenda níu viðurkenningar.

Í flokki starfsfólks fimmtán viðurkenningar, þar af ellefu til starfsfólks og fjórar fyrir verkefni.

Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir tillöguna.

5.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2022 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðni Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum fyrir bílasýningu félagsins þann 17. júní næstkomandi.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuraðs leggur til að þetta verði í síðasta sinn sem bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verði haldin á gervigrasinu í Boganum, nema ásættanleg lausn fáist til að verja gervigrasið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að hefja viðræður við Bílaklúbb Akureyrar um staðsetningu sýningarinnar 2023.


Viðar Valdimarsson M-lista óskar eftir að bóka: Ég samþykki beiðni Bílaklúbbs Akureyrar um að fá afnot af Boganum fyrir bílasýningu félagsins þann 17. júní næstkomandi og vil að fræðslu- og lýðheilsuráð feli sviðsstjóra að hefja viðræður við Bílaklúbb Akureyrar um staðsetningu sýningarinnar 2023. Akureyrarbær hefur engin gögn sem sýna að bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar hafi neikvæð áhrif á gervigras Bogans.

6.Íþróttafélagið Akur - aðstaða bogfimideildar

Málsnúmer 2021031754Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2022 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Íþróttafélagsins Akurs varðandi æfingaaðstöðu bogfimideilar félagsins.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Íþróttafélaginu Akri fyrir erindið. Leitað hefur verið leiða til að finna nýtt húsnæði en því miður án árangurs.

7.Sundfélagið Óðinn - erindi vegna þrekæfinga

Málsnúmer 2022020856Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. febrúar 2022 frá Sundfélaginu Óðni varðandi æfingaaðstöðu fyrir þrekæfingar iðkenda og gert grein fyrir því hvernig málið hefur unnist áfram. Erindið var áður á dagskrá ráðsins þann 21. febrúar 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að rýmið sem um ræðir verði hannað og metið með tilliti til óska Sundfélagsins Óðins og vísar frekari afgreiðslu erindisins til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

8.Bridgefélag Akureyrar - kjördæmamót Bridgesambands Íslands á Akureyri 2020

Málsnúmer 2020010357Vakta málsnúmer

Erindi frá Stefáni Vilhjálmssyni formanni Bridgefélags Akureyrar með ósk um styrk vegna kjördæmamóts Bridgesambands Íslands á Akureyri 21.- 22. maí 2022.

Frístundaráð Akureyrarbæjar tók fyrir og afgreiddi sambærilegt erindi frá Brigdefélagi Akureyrar á 71. fundi sínum þann 5. maí 2020 vegna sama móts sem átti að fara fram í maí árið 2020 en var frestað vegna Covid.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og frístundaráð samþykkir að veita 30% afslátt af uppgefnu verði.

Fundi slitið - kl. 16:15.