Samþætting þjónustu við börn - erindi frá nágrannasveitarfélögum

Málsnúmer 2022020127

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3758. fundur - 10.02.2022

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. febrúar 2022 frá sveitarstjórum Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar. Erindið er til komið vegna nýrra laga um farsæld barna og þeirra kosta sem sveitarfélögin standa frammi fyrir við innleiðinguna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.