Viðbygging við Ráðhús - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022011064

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Lögð fram til kynningar vinningstillaga Yrkis Arkitekta ehf. að breytingum á ráðhúsi Akureyrarbæjar. Vinna við hönnun sem byggir á tillögunni er að hefjast og gera þarf breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar til samræmis við þá vinnu.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar, unnin af Landslagi ehf. Breytingin nær til lóðar ráðhúss Akureyrar nr. 9 við Geislagötu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillöguna.

Ráðið telur mikilvægt að bílakjallari verði hluti af uppbyggingu á lóðinni.