Þursaholt 5, 7 og 9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022011052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Lögð fram fyrirspurn Yrkis Arkitekta ehf. fyrir hönd SS Byggis ehf. dagsett 20. janúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður vegna uppbyggingar á lóðum við Þursaholt nr. 5, 7 og 9.

Er óskað eftir eftirfarandi;

1. Nýtingarhlutfall verði aukið til að ná fram fjölbreyttari og betri íbúðargerðum án þess að fara út fyrir byggingarreit.

2. Að byggður verði sameiginlegur bílakjallari fyrir húsin þrjú sem einnig felur í sér sameiningu lóðanna.

3. Heimild til að byggja svalir og þakkanta að hámarki 1,8 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem byggingarreitir breytast ekki né hæðir húsa. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.