Glerárdalur, Fremri-Lambá - fyrirspurn varðandi færslu stígs og brúar

Málsnúmer 2022010849

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Erindi dagsett 17. janúar 2022 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar kynnir fyrirhugaða framkvæmd við færslu stígs og brúar við Fremri-Lambá á Glerárdal. Meðfylgjandi eru umsögn Umhverfisstofnunar, skýringarmynd og greinargerð. Sótt verður um framkvæmdaleyfi til Umhverfisstofnunar þar sem fyrirhuguð framkvæmd er innan fólkvangsins á Glerárdal.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Að mati ráðsins kallar framkvæmdin ekki á breytingu á aðalskipulagi þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða.