Hulduholt 20-24 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021110867

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 370. fundur - 24.11.2021

Erindi dagsett 16. nóvember 2021 þar sem Byggingarfélagið Stafninn ehf. sækir um breytt deiliskipulag fyrir lóðir nr. 20-24 við Hulduholt sem felur í sér fjölgun íbúða eða lækkun nýtingarhlutfalls. Þrennt kemur til greina:

1) 150 m2 íbúð á efri hæð og minni íbúð og bílskúr á neðri hæð sem felur í sér að íbúðir verði sex í staði þriggja.

2) Lenging og mjókkun hússins til að koma fyrir 5 íbúðum á tveimur hæðum. Byggingarmagn yrði það sama.

3) Lækkun nýtingarhlutfalls þannig að það verði um 600 m2 í stað 900 m2, þ.e. um 200 m2/íbúð í stað 300 m2.
Skipulagsráð hafnar erindinu.