Forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs

Málsnúmer 2021110547

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum 15. júní 2021 breytingar á skipuriti Akureyrarbæjar. Frá 1. janúar 2022 verða verkefni færð frá samfélagssviði til fræðslusviðs og til verður fræðslu- og lýðheilsusvið. Samfélagssvið er lagt niður frá sama tíma.

Við breytingar á skipuriti sviðsins verður til nýtt starf forstöðumanns skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs.

Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs samkvæmt gildandi reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag forstöðumanna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs samkvæmt gildandi reglum Akureyrarbæjar um stjórnendaálag forstöðumanna.