Þingvallastræti 23 - umsókn um rannsóknarleyfi vegna jarðtæknirannsóknar

Málsnúmer 2021100308

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 834. fundur - 07.10.2021

Erindi dagsett 6. október 2021 þar sem Anna Sofia Kristjánsdóttir fyrir hönd Ríkiseigna sækir um að fá að gera jarðvegsrannsóknir og taka prufuholur á lóð nr. 23 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi eru gögn eftir Önnu Sofiu Kristjánsdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.