SVA - biðstöð

Málsnúmer 2021091029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 24. september 2021 varðandi bráðabirgðabreytingar á biðstöð við Hofsbót.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillöguna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 25.02.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 24. febrúar 2022 varðandi stoppistöð fyrir strætisvagna í miðbænum.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116. fundur - 11.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi tímabundna færslu á miðbæjarstöð strætó.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdir við aðstöðu strætisvagna í miðbæ til að rýma lóðina Hofsbót 2 og gera aðstöðu fyrir bílstjóra. Áætlaður kostnaður er um kr. 15 milljónir. Ráðið telur óheppilegt að ekki skuli liggja fyrir hver eru framtíðaráform varðandi akstur og aðstöðu strætó í miðbæ, sem leiðir til þess að núna þarf að verja fjármunum í bráðabirgðalausn.

Ráðið hvetur til þess að unnið verði áfram við að útfæra hugmyndir um aðstöðu fyrir strætó, landsbyggðarstrætó, leigubíla og fleira, í tengslum við skipulagningu á Akureyrarvelli, þegar knattspyrnuiðkun verður hætt þar.

Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá.