Dalvíkurlína 2 - tillaga að legu jarðstrengs

Málsnúmer 2021090298

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 365. fundur - 15.09.2021

Erindi Önnu Siggu Lúðvíksdóttur dagsett 8. september 2021 fyrir hönd Landsnets hf. þar sem kynnt er tillaga að legu Dalvíkurlínu 2 í 66 kv jarðstreng frá tengivirki á Rangárvöllum til norðurs að Hörgársveit. Er miðað við að strengurinn verði til að byrja með í nágrenni við legu núverandi 132 kv háspennustrengs sem liggur að Becromal en fer síðan beint til norðurs fram hjá Mýrarlóni og að Hrappsstaðaá, þaðan til vesturs að Hlíðarvegi og áfram norður með veginum.

Er óskað eftir viðbrögðum frá Akureyrarbæ við tillögunni.
Skipulagsráð gerir á þessu stigi ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að legu strengsins. Bent er á að eftir er að kynna breytingu á aðalskipulagi vegna strengsins fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.