Langholt 27 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021081047

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 863. fundur - 12.05.2022

Erindi dagsett 24. ágúst 2021 frá Vigdísi Álfheiði Stefánsdóttur þar sem hún sækir um leyfi til að gera bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús nr. 27 við Langholt samkvæmt meðfylgjandi ljósmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með að hámarki 7 metra úrtaki í kantstein á lóð með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.