Bjarkarstígur 5 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021071498

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 825. fundur - 05.08.2021

Erindi dagsett 28. júlí 2021 þar sem Elvar Baldvinsson sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð nr. 5 við Bjarkarstíg. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt samþykki meðeiganda og staðfesting á burðarþoli á stoðvegg.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði samkvæmt meðfylgjandi teikningu og úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.