Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

825. fundur 05. ágúst 2021 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Norðurgata 26 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2021050697Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2021 þar sem Ingvar Gýgjar Sigurðarson fyrir hönd F húss ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð nr. 26 við Norðurgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingvar Gýgjar Sigurðarson. Innkomar nýjar teikningar 3. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Breiðholtsvegur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - reiðgerði

Málsnúmer 2021071014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2021 þar sem Bjarni Þór Einarsson fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis sækir um byggingarleyfi til að reisa reiðgerði í hesthúsahverfi í Breiðholti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Þór Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Mýrartún 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021071410Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júlí 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason sækir fyrir hönd Katrínar Vilhjálmsdóttur, um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 10 við Mýrartún. Fyrirhugað er að bæta við stofu vestan megin við hús á núverandi sökkul og gólfplötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

4.Bjarkarstígur 5 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021071498Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2021 þar sem Elvar Baldvinsson sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð nr. 5 við Bjarkarstíg. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er teikning af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt samþykki meðeiganda og staðfesting á burðarþoli á stoðvegg.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði samkvæmt meðfylgjandi teikningu og úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

5.Munkaþverárstræti 22 - tilkynnt framkvæmd

Málsnúmer 2021071499Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2021 þar sem Ægir Örn Leifsson sendir inn tilkynningu um framkvæmd við hús nr. 22 við Munkaþverárstræti. Fyrirhugaðar eru breytingar á burðarveggjum á efri hæð íbúðarhúss. Meðfylgjandi eru burðarvirkisteikningar eftir Vigfús Björnsson.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún er í samræmi við gildandi aðaluppdrætti og geti því fallið undir grein 2.3.5. í byggingarreglugerð um minniháttar framkvæmd sem er undanþegin byggingarleyfi.

6.Klapparstígur 5 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2021080123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. ágúst 2021 þar sem Hrafnhildur Þórhallsdóttir sækir um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð nr. 5 við Klapparstíg ásamt færslu á ljósastaur. Í kjölfarið þyrfti að taka úrtak úr kantsteini. Meðfylgjandi er ljósmynd af fyrirhuguðum framkvæmdum ásamt samþykki meðeiganda og nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með að hámarki 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

Fundi slitið - kl. 13:15.