Álfabyggð 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021060003

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 360. fundur - 09.06.2021

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 31. maí 2021 frá Rögnvaldi Harðarsyni þar sem hann fyrir hönd Eyjólfs Árnasonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið Álfabyggð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Ásabyggð 9 og 11 og Álfabyggð 18. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 822. fundur - 15.07.2021

Erindi dagsett 31. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Eyjólfs Árnasonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið Álfabyggð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk án athugasemda 9. júlí 2021.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 826. fundur - 12.08.2021

Erindi dagsett 31. maí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Eyjólfs Árnasonar sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið Álfabyggð 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 9. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.