Áskorun um að nota innlend matvæli

Málsnúmer 2021040379

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 48. fundur - 12.04.2021

Áskorun frá Bændasamtökum Íslands til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir lögð fram til kynningar.
Í útboðsgögnum Akureyrarbæjar vegna mötuneyta leik- og grunnskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval fæðuflokka og að kaupa íslenskar afurðir, helst staðbundna framleiðslu. Með því móti heldur Akureyrarbær áfram ábyrgum rekstri skólamötuneyta og mun halda áfram á þeirri braut.