Óseyri 2 og 2A - umsókn um breytt skipulag

Málsnúmer 2021020669

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 353. fundur - 24.02.2021

Erindi dagsett 12. febrúar 2021 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd Finns ehf. sækir um leyfi fyrir breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 2 og 2A við Óseyri. Breytingin felur í sér m.a. breytt lóðarmörk, niðurfellingu byggingarreits á lóð 2A og stækkun byggingarreits á lóð nr. 2.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér breytingu á lóðarmörkum og afmörkun á byggingarreit á lóð Óseyrar 2 í stað Óseyrar 2A með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að mati ráðsins og samþykkir að hún verði grenndarkynnt lóðarhöfum Óseyrar 1 og 1A. Áður þarf að gera minniháttar lagfæringar á gögnum sem fela í sér að sett verði inn kvöð um girðingu á lóðarmörkum að Glerá og gangstétt við Óseyri í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs.