Einelti - úttekt á verkferlum

Málsnúmer 2020100719

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 40. fundur - 02.11.2020

Sigríður Ingadóttir sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri sat fundinn undir þessum lið og kynnti niðurstöður úttektar MSHA á verkferlum vegna eineltismála í tónlistarskóla og leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.
Niðurstaða skýrslunnar gefur til kynna að ástæða er til að meðferð eineltismála í skólum bæjarins verði tekin til endurskoðunar í heild. Mikilvægt er að úrvinnsla slíkra mála sé markviss og þess eðlis að hún skapi öryggi og tiltrú meðal barna og foreldra á starfsháttum skóla.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna áfram með Miðstöð skólaþróunar við HA að úrbótum og leggja fyrir fræðsluráð niðurstöðu þeirrar vinnu.