Skólalóðir - öryggismál

Málsnúmer 2020100713

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 40. fundur - 02.11.2020

Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir og kynnti minnisblað um fyrirkomulag öryggiseftirlits á skólalóðum í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem fram kom að öryggiseftirlit er almennt í góðu standi.
Fræðsluráð telur mikilvægt að öryggistrúnaðarráð hvers skóla beri ábyrgð á skipulagi, verklagi og framkvæmd við öryggiseftirlit á skólalóðum í samvinnu við skólastjóra. Jafnframt telur ráðið að samþykkt skjöl og öryggishandbók skuli liggja til grundvallar eftirlitinu og bæði gögn og niðurstöður eftirlitsins séu gerð opinber.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra að fylgja málinu eftir.