Hlíðarfjall - umsókn um skilti, umgengni á vatnsverndarsvæði

Málsnúmer 2020100319

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Erindi dagsett 12. október 2020 þar sem Hrönn Brynjarsdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um leyfi til að setja upp tvö skilti um umgengni og umferð á vatnsverndarsvæðum Norðurorku.

Skiltin yrðu staðsett annars vegar í Glerárdal við aðkomuleið að Glerárstíflu efri og hins vegar við Lögmannshlíðarveg norðan Lögmannshlíðarkirkju.
Skipulagsráð samþykkir að skiltin verði sett upp í samræmi við umsókn.