Skólaþjónusta - staða

Málsnúmer 2020080898

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 35. fundur - 31.08.2020

Helga Vilhjálmsdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála í skólaþjónustunni.

Fræðsluráð - 44. fundur - 01.02.2021

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefnum miðstöðvarinnar í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar á árinu 2020.

Fræðsluráð - 53. fundur - 09.08.2021

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar Háskólans á Akureyri (MSHA) kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefnum miðstöðvarinnar í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar á fyrri hluta ársins 2021.
Fræðsluráð vill koma á framfæri hrósi og þakklæti til starfsfólks MSHA fyrir góð störf í þágu skólastarfs á Akureyri þar sem fagmennska, hvatning og jákvæð samskipti ráða ríkjum í samvinnu við starfsfólk skólanna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 7. fundur - 04.04.2022

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri kom á fundinn og gerði grein fyrir þjónustu MSHA við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Gunnari Gíslasyni fyrir kynninguna.