Fræðslu- og lýðheilsuráð

7. fundur 04. apríl 2022 kl. 13:30 - 16:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
  • Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra
  • Jón Þór Sigurðsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Therése Möller fulltrúi leikskólakennara
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Skólaþjónusta - staða

Málsnúmer 2020080898Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri kom á fundinn og gerði grein fyrir þjónustu MSHA við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Gunnari Gíslasyni fyrir kynninguna.

2.Nemendur með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT)

Málsnúmer 2022020675Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu á þjónustu við börn með íslensku sem annað tungumál.

Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir kennsluráðgjafi barna með íslensku sem annað mál sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram tillögur fyrir næsta fund ráðsins.

3.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir stöðu rekstrar fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins.

4.Sundkennsla í 10. bekk - erindi frá íþróttakennurum á Akureyri

Málsnúmer 2022030591Vakta málsnúmer

Erindi frá Steinari Loga Rúnarssyni fyrir hönd íþróttakennara á Akureyri vegna sundkennslu barna í 10. bekk grunnskóla.
Fræðslu- og lýðheilsuráð hvetur grunnskóla bæjarins að kanna möguleika á því að bjóða upp á meira valfrelsi í hreyfingu fyrir nemendur á unglingastigi.

5.Tómstundanámskeið barna - 2022

Málsnúmer 2022010967Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

6.Skólavogin - niðurstöður

Málsnúmer 2021050467Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður foreldrakannana í grunn- og leikskólum árið 2022 og nemendakönnun fyrir 2021-2022.

8.Dagvistunarmál - ósk um viðauka

Málsnúmer 2022031323Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk um viðauka vegna dagvistunarmála ásamt minnisblaði.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 9,3 milljónir króna og vísar til seinni umræðu ráðsins 25. apríl næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 16:30.