Sólvellir 4 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2020050585

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 771. fundur - 05.06.2020

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Haraldi Sigmari Árnasyni þar sem hann fyrir hönd GUMS ehf., kt. 451113-1430, leggur fram fyrirspurn um hvort byggja megi við Sólvelli 4 ásamt nýjum sérstæðum bílskúr samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 25. maí 2020 frá Haraldi Sigmari Árnasyni þar sem hann fyrir hönd GUMS ehf., kt. 451113-1430, leggur fram fyrirspurn um hvort byggja megi við Sólvelli 4 ásamt nýjum sérstæðum bílskúr samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum eftir Harald Sigmar Árnason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, fyrirspurn um viðbyggingu við Sólvelli 4 ásamt sérstæðum bílskúr. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 24. júní 2020 með fresti til að gera athugasemdir til 22. júlí. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Að beiðni umsækjenda frestar skipulagsráð afgreiðslu málsins.