Geðheilbrigði ungmenna

Málsnúmer 2020030300

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Páll Rúnar Bjarnason kynnti.

Ungmennaráð telur að þörf sé á skjóli fyrir ungmenni með tvíþættan vanda; geðrænan vanda og/eða fíknivanda. Erfitt getur reynst að komast að á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og því er þörf á skjóli til að styðja ungmenni í bata. Þá bendir ungmennaráð á að í aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar vegna Barnvæns sveitarfélags sé stefnt að því að ungmenni hafi tök á að sækja geðheilbrigðisþjónustu án milligöngu foreldra og gæti það reynst þeim ungmennum vel sem þurfa á andlegri aðstoð að halda.
Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hann tekur undir að slíkt skjól sé ekki til staðar en bendir á þau úrræði og þjónustu sem stendur ungmönnum til boða. Hann bendir einnig á mikilvægi forvarna og heilsuræktar og hvetur ungmennaráðið til að láta í sér heyra hvað það varðar.

Páll Rúnar Bjarnason tók aftur til máls og benti á að fræðsluna varðandi þjónustuna og valmöguleikana vanti og þurfi að bæta.