Aukin fræðsla í skólum Akureyrar

Málsnúmer 2020030298

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Gunnborg Petra Jóhannsdóttir kynnti.

Ungmennaráð óskar eftir meiri óformlegri fræðslu innan skólanna. Ráðið bendir á mikilvægi þess að undirbúa ungmenni undir það sem tekur við eftir grunnskóla og koma þar inn á fræðslu um skattamál, kynlíf og staðalímyndir kynjanna. Þá veltir ráðið upp mikilvægi þess að lækka kosningaaldurinn með tilliti til þess að sextán ára skattgreiðendur hafi eitthvað um það að segja í hvað skattpeningunum þeirra sé varið.
Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hann hvetur ungmennaráðið til að koma með fullmótaðar tillögur og hugmyndir í frístunda- og fræðsluráð, þar sem hægt er að vinna með tillögurnar. Hann er sammála mikilvægi þess að kosningaaldurinn verði færður niður og hvetur ungmennaráðið til að berjast áfram fyrir þessu.