Frítt í sund fyrir börn á Akureyri

Málsnúmer 2020030295

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Rakel Alda Steinsdóttir kynnti.

Ungmennaráð leggur til að Akureyrarbær, sem vinnur hvort tveggja að því að vera Heilsueflandi samfélag og Barnvænt sveitarfélag, stuðli að hreyfingu barna og hafi frítt í sund fyrir öll börn á Akureyri. Þá bendir ungmennaráð á að það séu fordæmi fyrir þessu í öðrum sveitarfélögum og bendir á nauðsyn þess að hvetja börn til heilsueflingar.
Hlynur Jóhannsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hann bendir á að verðlagning á árskorti sé mjög sanngjörn og í raun bara málamiðlunargjald. Hann segir að komið hafi í ljós að eftir að vægt gjald hafi verið sett á sundferðir hafi umgengi og virðing fyrir umhverfinu aukist. Hann er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að vera frítt í sund.