Jöfn tækifæri óháð búsetu

Málsnúmer 2020030294

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Hildur Lilja Jónsdóttir kynnti.

Á Stórþingi ungmenna, sem ungmennaráð Akureyrar stýrði, sem fram fór í Hofi þann 6. september 2019 fengu ungmenni Akureyrarbæjar tækifæri til að tjá sig um sínar aðstæður og sín réttindi. Þar kom í ljós að ungt fólk í Hrísey, sem tilheyrir Akureyrarbæ, upplifir að það hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Ungmennaráð veltir fyrir sér hvort að börn eyjasamfélaga Akureyrar séu að gleymast. Er betra að vera ungmenni á einum stað í Akureyrarbæ en öðrum?
Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Það er vilji bæjarins að lagfæra ýmislegt af því sem talið var upp í máli Hildar Lilju en hann bendir á að það verði alltaf einhver aðstöðumunur eftir því hvort um sé að ræða dreifbýli eða þéttbýli.