Samþykkt um kattahald - endurskoðun

Málsnúmer 2020030035

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 4. mars 2020 varðandi endurskoðun á Samþykkt um kattahald hjá Akureyrarbæ.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 100. fundur - 07.05.2021

Samþykktir um kattahald í Akureyrarbæ ræddar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð ályktar að lögð verði áhersla á bætta nýskráningu katta og þá til að mynda þá staðreynd að örmerking hjá dýralækni leiði ekki sjálfkrafa til skráningar hjá sveitarfélaginu. Einungis eru tæplega 150 kettir skráðir á Akureyri og forsenda stærri ákvarðana er að sjá umfangið. Einnig er lagt til að auglýsa og fræða um áhrif af lausagöngu katta á fuglalíf á varptíma og endurskoða svo þær samþykktir sem í gildi eru.