Sporatún 14 - fyrirspurn vegna sólskála

Málsnúmer 2020020697

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Helgu Sigríðar Helgadóttur, kt. 110861-5169, og Sigurgeirs Harðarsonar, kt. 300655-4759, leggur inn fyrirspurn vegna byggingar sólskála við hús nr. 14 við Sporatún. Meðfylgjandi er samþykki eigenda Sporatúns 16 og teikning eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu sólskála í samræmi við erindið. Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávík frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.