Skarðshlíð - hönnun á götu og gangstígum

Málsnúmer 2020020623

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti tillögur að breyttri hönnun Skarðshlíðar ásamt aðliggjandi stígum.
Skipulagsráð þakkar Jónasi fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti tillögur að breyttri hönnun Skarðshlíðar og Höfðahlíðar ásamt aðliggjandi stígum. Tillögurnar eru í samræmi við drög að stígaskipulagi hjólaleiða, hvort sem um er ræða einstefnu- eða tvístefnu hjólastíga.
Skipulagsráð þakkar Jónasi fyrir kynninguna. Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagðar tillögur nema að ráðið telur að skoða þurfi betur svæðið frá aðkomu að Boganum og að Melgerðisás, meðal annars í tengslum við aðkomu að fyrirhuguðu íbúðarsvæði á núverandi kastsvæði.