Búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2020

Málsnúmer 2020020408

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 26. fundur - 17.02.2020

Forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir tillögu um búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2020.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna og vísar afgreiðslu til umhverfis- og mannvirkjaráðs. Jafnframt hvetur fræðsluráð skólastjórnendur til að huga að fjölbreyttu námsumhverfi, takmarkaðri kyrrsetu og ólíkum þörfum nemenda þegar skipulögð eru búnaðarkaup í kennslustofur, s.s. dýnur á gólf eða borð til að standa við.

Þuríður S. Árnadóttir fulltrúi VG gerir eftirfarandi bókun varðandi úthlutun til búnaðarkaupa í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2020.

Þegar endurnýja á stóla og borð í kennslustofum skal horft til nýrra þátta; keypt sé hækkanleg borð fyrir 2/3 nemenda, stólar fyrir 1/3 nemenda, sófar og dýnur fyrir 1/3. Auk þess verði keypt eitt þrekhjól, hengirúm ef góðar festingar eru fyrir hendi og eitt lítið trampolín.

Fræðsluráð - 27. fundur - 02.03.2020

Forstöðumaður rekstrar lagði fram endurskoðaða tillögu að búnaðarkaupum í leik- og grunnskólum 2020.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna kaupanna.