Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar - íbúðarhúsalóð

Málsnúmer 2020020132

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 331. fundur - 12.02.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin, með smávægilegum lagfæringum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjórn - 3468. fundur - 18.02.2020

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. febrúar 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sandgerðisbótar sem felst í að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin, með smávægilegum lagfæringum, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti deiliskipulagsbreytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ellefu samhljóða atkvæðum.