Skipagata 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám/geymsluskúr

Málsnúmer 2020020014

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 757. fundur - 06.02.2020

Erindi dagsett 31. janúar 2020 þar sem Rahim Hamarostami sækir um stöðuleyfi fyrir gám eða geymsluskúr fyrir matvæli (ekki kælivöru) bak við hús nr. 2 við Skipagötu. Stærðin yrði um 1,5-2 x 3m. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir staðsetningu.
Byggingarfulltrúi getur ekki samþykkt stöðuleyfi fyrir gám miðað við fyrirhugaða notkun og telur eðlilegra að sótt sé um byggingarleyfi fyrir slíkri geymslu. Lóðarstærð, byggingarreitur og nýtingarhlutfall lóðarinnar gæti heimilað það.

Eigandi eignar á 1. hæð verður að sækja um það með teikningum og öðrum þeim gögnum sem skila þarf vegna umsóknar um byggingarleyfi ásamt samþykki meðeiganda í húsinu.