Búsetuteymi - umfjöllun mála - biðlisti

Málsnúmer 2020010284

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7. fundur - 22.11.2022

Búsetumál og biðlisti tekin til umræðu.
Ljóst er að veruleg seinkun hefur orðið á uppbyggingu í húsnæðismálum fyrir fatlað fólk sé litið til skýrslu um framtíðaruppbyggingu í málaflokki fatlaðra frá júní 2021. Samráðshópur lýsir yfir áhyggjum af stöðu biðlista sem upp er kominn varðandi búsetuúrræði fatlaðs fólks og hvetur til þess að gripið verði til fjölbreyttari aðgerða í húsnæðismálum.