Breiðholt - fyrirspurn vegna reiðskemmu

Málsnúmer 2019120140

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 328. fundur - 18.12.2019

Erindi dagsett 11. desember 2019 þar sem Camilla Höj leggur inn fyrirspurn fyrir hönd hestamanna í Breiðholtshverfi varðandi byggingu reiðskemmu. Óskað er eftir leyfi til byggingar reiðskemmunnar og styrk frá Akureyrarbæ í formi lóðar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.