Sundlaugar bæjarins - aðgengi fyrir fatlaða ábótavant

Málsnúmer 2019110547

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 69. fundur - 18.12.2019

Vera Kristín Kristjánsdóttir hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa og vakti athygli á að aðgengi fyrir fatlaða væri ekki gott í Sundlaugum Akureyrarbæjar. Lagði hún til að skoðað yrði hvort ekki mætti gera úrbætur á aðstöðunni við Glerárlaug þar sem sú laug hentaði betur fyrir fatlaða.

Á fundi bæjarráðs þann 5. desember sl. var samþykkt að vísa málinu til frístundaráðs.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessu lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að ræða við Veru Kristínu. Einnig óskar ráðið eftir að fá minnisblað frá deildarstjóra íþróttamála um hvernig aðgengi er fyrir fatlaða að íþróttamannvirkjum bæjarins.