Kaupvangsstræti 16 - fyrirspurn vegna gistieininga á 3. hæð

Málsnúmer 2019100487

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 746. fundur - 07.11.2019

Erindi dagsett 30. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að útbúa gistieiningar á 3. hæð húss og setja svalir á húsið nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 326. fundur - 13.11.2019

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 30. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að útbúa gistieiningar á 3. hæð og setja svalir á húsið nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Að mati meirihluta skipulagsráðs er umsóknin í samræmi við gildandi deiliskipulag og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat hjá við afgreiðsluna og óskar bókað:

Í Aðalskipulagi Akureyrar er stefna um að í Grófargili eigi að vera uppbygging menningar og lista.

Með vísun í Aðalskipulag Akureyrar tel ég því ekki skynsamlegt að fallast á umbeðna breytingu á notkun hússins í gistihús.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 749. fundur - 28.11.2019

Erindi dagsett 30. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að útbúa gistieiningar á 3. hæð húss og setja svalir á húsið nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.